Hvernig fæ ég skemmtibátaskírteini?

Skilyrði sem þarf að uppfylla

Þau sem vilja fá skírteini til að stjórna skemmtibátum yfir 6 metrum á lengd þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Skemmtibátur

Bóklegt próf

Námsþætti sem prófað er úr í bóklegu prófi má finna í námsskrá fyrir skírteini til skipstjórnar skemmtibáta. Þeir sem hafa tekið bóklegt námskeið hafa fengið kennslu í samræmi við þá námsskrá. Prófið á að meta þekkingu nemandans í þeim þáttum, svo sem hvaða lög og reglur gilda, siglingareglur ofl.

Sýnieintak af bóklegu prófi má finna hér

Skemmtibátur

Verklegt próf

Þegar þú hefur lokið bóklegu prófi og telur þig hafa nægjanlegan undirbúning til að standast verklegt próf, hefur þú samband við prófdómara sem hefur hlotið skipun Samgögnustofu. Ekki er heimilt að taka verklegt próf fyrr en þú hefur staðist bóklegt próf.

Verkleg próf byrja í maí 2024 og verða í sumar, skráning er hafin.

Hafa samband við prófdómara, t. d. hér.

Skemmtibátur

Umsókn um skírteinið

Þegar þú hefur lokið bóklegu og verklegu prófi, og farið í heilbrigðisskoðun, getur þú sótt um skipstjórnarskírteini skemmtibáts hjá Samgöngustofu á vef samgöngustofu hér.

Fylgigögn með umsókn:

Vottorð prófdómara bóklegs prófs

Vottorð prófdómara verklegs prófs

Heilbrigðisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna yngra en 6 mánaða.

Nýleg passamynd – stafræn eða á ljósmyndapappír.

Rithandarsýnishorn

Staðfesting á greiðslu (skv. gjaldskrá Samgöngustofu)                

Afgreiðsla skírteina hjá Samgöngustofu tekur um 12 virka daga eftir að öll gögn hafa verið send.

 

Skemmtibátur

Bóklegt námskeið

Hægt er að sækja bóklegt námskeið þar sem farið er yfir efnið skv. námskrá.

Bókleg námskeið eru góður undirbúningur fyrir töku prófsins, þar sem efnið er sérsniðið að þeim þáttum sem nauðsynlegt er að þekkja til að standast prófið.

Skemmtibátur

Verkleg kennsla

Hægt er að sækja verklega kennslu þar sem farið er yfir efnið skv. námskráVerkleg kennsla eru góður undirbúningur fyrir töku prófsins, þar sem efni er sérsniðið að þeim þáttum sem nauðsynlegt er að þekkja til að standast prófið.

Verkleg kennsla fyrir sumarið 2024 er hafin.

Hægt er að skrá sig í verklega kennslu á info@skemmtibatar.is eða hér.

Skemmtibátur

Heilbrigðisskoðun

Þegar þú hefur lokið bóklegu og verklegu prófi þarft þú að fara í heilbrigðisskoðun og skila inn vottorði til Samgöngustofu með umsókninni. Skoðunin er framkvæmd á þinni heilsugæslustöð. Skoðað er almennt heilbrigði, sjón og heyrn. Vottorðið má finna hér.

Viltu panta tíma í verklegt próf?

Hafðu samband við prófdómara og pantaðu tíma í próf þegar þú ert tilbúin/n. Tímasetning prófs er eftir samkomulagi