Spurt & svarað
Spurningar sem brenna á fólki
Algengar spurningar og svör varðandi skemmtibátaskírteini.
Hvað er skemmtibátur?
Skemmtibátur er skráður sem skemmtibátur.
Þarf skipstjóri á skemmtibát styttri en 6 metrar sérstakt skírteini?
Nei
Hver gefur út skipstjórnarskírteini á skemmtibáta?
Samgöngustofa gefur skírteinin út.
Þarf skipstjóri á skemmtibát lengri en 6 metrar sérstakt skírteini?
Já, hann þarf skipstjóraskírteini skemmtibáta eða atvinnuskírteini skipstjórnarmanns.
Hvar gildir skírteinið?
Það gildir við íslandsstrendur.
Hvar finn ég kröfur sem gerðar eru til að fá skemmtibátaskírteini?
Kröfur um skírteini er að finna í 7. gr. laga nr. 30/2007 og 17. gr. reglugerðar nr. 944/2020. Sjá einnig hér.
Þarf ég að eiga skemmtibát til að geta fengið skemmtibátaskírteini?
Nei
Er einhver lágmarkseinkun sem þarf að ná til að standast bóklegt og verklegt próf?
Já, Lágmarkseinkunn í bóklegu prófi er 7 í siglingareglum og siglingafræði, 5 í öðrum bóklegum námsþáttum og skal meðaleinkunn ekki vera lægri en 6. Verklegt próf er háð mati prófdómara.
Ég er með atvinnuskírteini til skipstjórnar, þarf ég að sækja sérstaklega um skemmtibátaskírteini?
Nei, þeir sem hafa atvinnuskírteini til skipstjórnar á íslensk skip þurfa ekki sérstakt skemmtibátaskírteini til strandsiglinga við Ísland.
Þarf skemmtibátaskírteini til að stjórna skútu?
Já, ef hún er 6 metrar eða lengri.
Er annað bóklegt og verklegt próf til að stjórna skútu?
Bóklegt námsefni er það sama en verklega prófið er þá tekið á skútu.
Viltu panta tíma í verklegt próf?
Hafðu samband við prófdómara og pantaðu tíma í próf þegar þú ert tilbúin/n. Tímasetning prófs er eftir samkomulagi